#rauduljosin

Herferðin Þekkjum rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum.

Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. 

Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.

Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.

BJARKARHLÍÐ

 

FYRIR ALLA 18 ÁRA OG ELDRI SEM HAFA ORÐIÐ FYRIR OFBELDI

BJARKARHLÍÐ BÝÐUR:

  • RÁÐGJÖF, STUÐNING OG UPPLÝSINGAR FYRIR ÞOLENDUR OFBELDIS
  • SAMHÆFÐA ÞJÓNUSTU UNDIR EINU ÞAKI
  • EINSTAKLINGSVIÐTÖL
  • LAGALEGA RÁÐGJÖF
  • FÉLAGSLEGA RÁÐGJÖF
  • ÞJÓNUSTU VIÐ ÞOLENDUR MANSALS

ÖLL ÞJÓNUSTA BJARKARHLÍÐAR ER ÁN ENDURGJALDS

http://www.bjarkarhlid.is

 

 

KVENNAATHVARFIÐ

 

Vaktsími

Í neyðartilfellum á alltaf að hafa samband við 112. Þolendur og aðstandendur geta haft samband til að fá stuðning og/eða ráðgjöf í síma 561 1205.

Nánar

Dvöl

Þegar dvöl í heimahúsum er óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis. Konur og börn þeirra geta komið í dvöl þeim að kostnaðarlausu.

Nánar

Viðtal og ráðgjöf

Konur og aðstandendur þeirra geta komið og fengið ókeypis stuðning, ráðgjöf og upplýsingar án þess að til dvalar komi. Tímapantanir í síma 561 1205

Nánar

Sjálfshjálparhópar

Markmið hópastarfsins er að konur með svipaða reynslu að baki geti hist, rofið einangrunina og styrkt hver aðra til sjálfshjálpar.

Nánari upplýsingar á http://www.kvennaathvarfid.is